Skyndileg og óvænt niðursveifla hefur orðið á heimsmarkaðsverði á olíu nú síðdegis. Fyrr í dag var olíuverðið á hrávörumarkaði í London komið vel yfir 74 dollar á tunnu, en hefur nú fallið í 72,35 dollara. Á markaði í Bandaríkjunum hefur verðið fallið úr 71 dollar í 68,44 dollara á tunnu. Erfitt virðist að spá í framhaldið, en allt benti til þess fyrr í dag að verðið færi í eða yfir 75 dollara á tunnu.