Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] stóð í stað í dag og var við lokun markaða 3.969 stig samkvæmt Markaðsvakt Mentis.

Vísitalan veiktist í morgun og fram eftir degi og hafði veikst um allt að 0,6%. Nú undi lok dags tók hún hins vegar skyndilega við sér og hækkaði ný og hafði eins og fyrr segir náð núllinu á ný við lokun.

Á myndinni hér til hliðar má sjá helstu hækkanir og lækkanir. Rétt er að vekja athygli á því að á hádegi hafði ekkert félag hækkað í Kauphöllinni.

Velta með hlutabréf var um 6,5 milljarðar í dag. Þar af voru um 4 milljarðar með bréf í Kaupþing [ KAUP ] en fram eftir degi var lítil velta almennt í Kauphöllinni.

Þá var velta upp á rúmlega milljarð með bréf í Landsbankanum [ LAIS ] og sömuleiðis í Glitni [ GLB ] en talsvert minni velta var með bréf í öðrum félögum.

Krónan hefur veikst það sem af er degi um 1% en hafði fyrr í dag veikst um 1,5%. Gengisvísitalan er nú 168,4 stig samkvæmt Markaðsvakt Mentis en gjaldeyrismarkaðir eru enn opnir.