Mikið hefur verið fjallað um spennu á húsnæðismarkaði, hækkun íbúðaverðs og krefjandi aðstæður fyrir ungt fólk til að eignast fasteign. Þrátt fyrir mikla eftirspurn er hætta á verulegum samdrætti í íbúðaruppbyggingu miðað við nýlega greiningu Samtaka iðnaðarins (SI). Samkvæmt niðurstöðum könnunar meðal stjórnenda verktakafyrirtækja í íbúðabyggingum reikna þessir aðilar með því að fjöldi íbúða sem byrjað verði á hjá þeirra fyrirtækjum á næstu tólf mánuðum verði 509 samanborið við 1.473 á síðustu tólf mánuðum, sem samsvarar 65% samdrætti.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði