Mjólkursamsalan hefur blásið til sóknar en skyrvörur félagsins fást nú í yfir 50 þúsund matvöruverslunum í Japan. Forstjóri félagsins, Ari Edwald, segir að félagið sjái Japan sem þeirra mikilvægasta markað á næstu misserum, frá þessu greinir Fréttablaðið í morgun.

Þessi mikla sala kemur í kjölfar framleiðslu- og vörumerkjasamning á Ísey skyri í maí 2018 við japanska mjólkurvörufyrirtækið Nippon Luna. Dreifing hófst í lok mars á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum MS eru um 70 þúsund matvöruverslanir og MS því náð mikilli dreifingu á stuttum tíma.

Nippon Luna framleiðir skyrið í Japan með japanskri mjólk en nýtir framleiðsluaðferðir og skyrgerla MS.

MS hagnaðist um 167 milljónir króna árið 2019, samanborið við 272 milljóna tap árið 2018. Skýringin á bættir afkomu skýrist af 440 milljóna gjaldfæringu sökum stjórnvaldssekt sem Sammkepniseftirlitið lagði á fyrirtækið. Fyrr í mánuðinum stefndi Mjólka MS vegna ítrekaðra brota á samkeppnislögum.