Landvinningar skyrsins í austurvegi halda áfram en í vikunni komu fyrstu skyrdósirnar í hillur sænskra matvöruverslana. Fyrst um sinn verður skyrið þó aðeins fáan- legt í verslunum Coop-keðjunnar en 7. nóvember nk. er stefnt á að það verði selt alls staðar. Um er að ræða skyr framleitt af Q-meierierne sem er í eigu norska fyrirtækisins Kavli en eins og fram kom í umfjöllun í Viðskiptablaðinu snemma árs hefur skyrið frá Kavli, sem unnið er samkvæmt íslenskri uppskrift, slegið rækilega í gegn í Noregi og er nú selt meira skyr þar í landi en á Íslandi. Skyr er nú selt á öllum Norðurlöndunum. Það er framleitt samkvæmt íslenskri uppskrift í Danmörku og Noregi auk Svíþjóðar og flutt beint frá Íslandi til Finnlands.