Í nýútkomnum Peningamálum hækkaði Seðlabankinn vexti um 1% samhliða því að tilkynna um að gjaldeyriskaupum verði hætt í árslok. Með þessari vaxtahækkun, sem er sú mesta í sögu peningamálastjórnunar bankans, er Seðlabankinn að senda skýr skilaboð að mati greiningardeildar KB banka.

Skilaboðin eru eftirfarandi að mati greiningardeildar KB banka:

1. Skilaboð til almennings um að bankanum sé full alvara með að halda verðbólgu innan markmiðs með vaxtahækkunum og slá þannig á verðbólguvæntingar.

2. Skilaboð til fjármálamarkaðarins að Seðlabankinn muni ekki hika við að hækka lausafjárkostnað bankanna og leyfa gengi krónunnar að hækka enn frekar.
3. Skilaboð til ríkisvaldsins um að þær aðhaldssömu aðgerðir sem kynntar hafa verið séu ótrúverðugar og þensluhvetjandi.