Fjármálaeftirlitiðfjármálaeftirlitið
Fjármálaeftirlitiðfjármálaeftirlitið
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Fjármálaeftirlitið hefur gefið út til umsagnar drög að leiðbeinandi tilmælum um mat á tengslum aðila í skilningi reglna um stórar áhættuskuldbindingar. Markmiðið með þessum leiðbeinandi tilmælum er að setja fram túlkun Fjármálaeftirlitsins á hugtakinu hópur tengdra viðskiptamanna. Þetta kemur fram á vef Fjármálaeftirlitsins.

Umræðuskjalið hefur verið sent fjármálafyrirtækjum og þeim gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn vegna umræðuskjalins eigi síðar en 1.september næstkomandi.

Í umræðuskjalinu kemur fram að í lögum um fjármálafyrirtæki er hópur tengdra viðskiptamanna skilgreindur sem:

  1. Tveir eða fleiri einstaklingar eða lögpersónur sem, nema sýnt sé fram á annað, mynda eina áhættu vegna þess að einn þeirra hefur bein eða óbein yfirráð yfir hinum, eða
  2. Tveir eða fleiri einstaklingar eða lögpersónur þar sem enginn einn hefur yfirráð yfir hinum, eins og skilgreint er í fyrri lið, en þeir teljast til sömu áhættu vegna þess að þeir eru svo fjárhagslega tengdir að líkur eru á að ef einn þeirra lendir í fjárhagserfiðleikum, einkum í tengslum við fjármögnun eða endurgreiðslu skulda, eigi hinn aðilinn eða allir í greiðsluerfiðleikum.

Þá segir í skjalinu að Fjármálaeftirlitið byggi á þessari lögfestu skilgreiningu en hana verði þó að skýra að nánar eftir viðurkenndum aðgerðum lögfræðinnar, sbr. einkum umfjöllun í skilgreiningunni um hugtökin bein og óbein yfirráð annars vegar og fjárhagsleg tengsl hins vegar. Umræðuskjalið má sjá hér .