Stórir og ráðandi hluthafarí skráðum fyrirtækjum hafa alla burði til að beita áhrifum sínum innan fyrirtækjanna nái þeir meirihluta stjórnar á sitt band. Það er raun sjálfgefið en sé farið eftir reglum um stjórnarhætti fyrirtækja eiga tveir stjórnarmenn (af fimm) að gæta hagsmuna minni hluthafa í viðkomandi félagi. Rétt er að taka fram að miðað er við 10% eignarhlut eða atkvæðavægi í félagi þegar fjallað er um „stóra“ hluthafa.

Almennar reglur um hæfi stjórnarmanna í fyrirtækjum eru nokkuð skýrar en í ljósi fjölgunar skráðra fyrirtækja á markað hafa margir velt upp spurningum um mögulegt hæfi og óhæði stjórnarmanna sem og hlutverk stærri hluthafa við að velja í stjórnir.

Margir hafa þó spurt sig að því hvort og þá hversu mikið stjórnarmenn eigi að aðskilja sig frá hagsmunum hluthafa en eins hvort og þá hvernig stærri hluthafar geti haft áhrif á ákvörðun og störf stjórnar og að sama skapi stjórnarkjör.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.