„Skýrr mun flagga fána Íslands daglega við höfuðstöðvar fyrirtækisins í Ármúla um óákveðinn tíma, sem tákni um samstöðu þjóðarinnar í þeim vandasömu verkefnum og viðfangsefnum er nú liggja fyrir í efnahagsmálum," segir Þórólfur Árnason, forstjóri Skýrr í tilkynningu frá félaginu.

„Íslenski fáninn er sameiningartákn þjóðarinnar. Oft var þörf, en nú er nauðsyn og vonandi verður þetta litla átak atvinnulífsins til að stappa enn frekar stálinu í þjóðina,“ segir í tilkynningunni.

Skýrr hvetur allt starfsfólk, viðskiptavini, samstarfsaðila og aðra tengiliði í atvinnulífinu til að fara að þessu fordæmi og taka þátt.