Þórólfur Árnason, nýráðinn forstjóri Skýrr, segir fyrirtækið hafa áhuga á að auka starfsemina á Akureyri.

?Það er ljóst að Skýrr hefur áhuga á að efla starfsstöð fyrirtækisins á Akureyri, enda hefur hún yfir að ráða mjög hæfu og góðu starfsfólki og það er einfaldlega hagkvæmt að efla starfsstöðina með auknum verkefnum," sagði Þórólfur, eftir fundi með Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra byggðamála, og starfsfólki fyrirtækisins á Akureyri í morgun.

Þóróflur undirstrikar mikilvægi starfsstöðva fyrirtækisins á landsbyggðinni í tilkynningu frá félaginu, en auk sextán starfsmanna á Akureyri, eru sex starfsmenn Skýrr á Sauðárkróki, einn á Austfjörðum og einn í Hvalfirði. Um 200 manns starfa hjá Skýrr.

?Við leggjum áherslu á að fólk geti unnið að verkefnum á þeim stað sem það kýs að búa. Það er okkar stefna og hana vorum við að kynna fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Nærri lætur að um helmingur verkefna Skýrr á Akureyri sé á Norðurlandi, en um helmingur á höfuðborgarsvæðinu," segir Þórólfur.

?Staðsetning slíkra starfsstöðva er því síður en svo takmarkandi þáttur, heldur er hún þvert á móti til þess fallin að efla starfsemi fyrirtækisins."