Hreinn Jakobsson, forstjóri upplýsingatæknifélagsins Skýrr hf., segir að fyrirtækið hafi lýst yfir áhuga á að kaupa hlut í færeyska fyrirtækinu Elektron. "Málið er á byrjunarstigi," segir hann. Skýrr lýsti yfir áhuga á að kaupa hlut landsstjórnar Færeyja í fyrirtækinu þegar sala á honum stóð fyrir dyrum fyrr á árinu, en í ljós kom að færeysku bankarnir höfðu forkaupsrétt, sem þeir svo nýttu sér. "Við höfum bara tjáð bönkunum að við höfum áhuga á viðræðum um að kaupa bréfin, en höfum engin opinber viðbrögð fengið," segir Hreinn í viðtali við Viðskiptablaðið í dag.

Elektron sinnir þjónustu fyrir færeyska ríkið og einnig bankana í Færeyjum -- er einskonar blanda af Skýrr og Reiknistofu bankanna á Íslandi.

Skýrr hefur skoðað færeyskan markað að undanförnu og meðal annars lýst yfir áhuga á að selja   annars er nú unnið að frágangi á sölu á hugbúnaðarkerfi til færeyska menntamálaráðuneytisins. Þá hefur fyrirtækið unnið að sölu á Business Objects lausninni til bankanna í Færeyjum. "Við sjáum ýmsa möguleika í Færeyjum og höfum verið að huga að fjárfestingum þar, samfara þessum viðskipum," segir Hreinn Jakobsson.