Í nýrri skýrslu greiningardeildar JP Morgan segir að takmörkuð tíðni viðskipta, takmarkanir á erlendri fjárfestingu, skylduframlag í lífeyrissjóði og skattafrádráttur vegna aukinna framlaga í lífeyrissjóði geri að verkum að fjármálamarkaður á Íslandi sé ekki jafn skilvirkur og víða annars staðar.

Þá nefnir greiningardeildin að það dragi úr skilvirkni markaðarins að ekki sé mögulegt að skortselja hlutabréf hér á landi.