Rannsóknarnefnd Alþingis mun ekki skila skýrslu sinni næsta mánudag, þann 1. febrúar, líkt og áður hafði verið tilkynnt. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi sem nú stendur yfir. Ástæðan er sögð það gríðarlega umfang sem fylgir vinnu nefndarinnar.

Ekki hefur verið nefnd ný dagsetning fyrir skil á skýrslunni. Nefndin hefur þó lokið rannsókn sinni og vonast til að geta skilað skýrslunni snemma í febrúar. Líklegt er þó að fresturinn verði lengdur fram að mánaðarmótunum febrúar/mars.

Á blaðamannafundinum kom fram að það sé ekki á ábyrgð nefndarinnar að efni sem til rannsóknar er skuli vera umfangsmeira en áætlað var.