Skýrsla starfshóps um rekstur RÚV hefur nú verið birt. RÚV er með þeim hæstu í samanburðarlöndum í heildartekjur á hvern íbúa. Norska ríkisútvarpið (NRK) hefur svipaðar heildartekjur á íbúa og rúv en önnur ríkisútvörp hafa lægri tekjur. Ef tölurnar eru leiðréttar miðað við þjóðarframleiðslu þá eru tekjur NRK mun lægri heldur en RÚV, en BBC er þá með svipaðar heildartekjur. Er þetta meðal þess sem kemur fram í skýrsluni.

RÚV er með 25% hærri heildartekjur á íbúa heldur en meðaltal samanburðalanda samkvæmt skýrslu starfshópsins.

Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra skipaði starfshópinn til að fara yfir og skila skýrslu um rekstrarvanda Ríkisútvarpsins þann 8. maí sl. Starfshópnum var ætlað að varpa ljósi á ástæður þess alvarlega rekstarvanda sem Ríkisútvarpið ohf. glímir nú við, og hefur glímt við frá stofnun félagins þann 1. apríl 2007.

Illugi Gunnarsson, mennta og menningarmálaráðherra sagði við kynningu á skýrslunni að það þurfi að komast að því hvert hlutverk RÚV eigi að vera í framtíðinni, þ.m.t. hvert menningarhlutverk RÚV eigi að vera. Miklar breytingar hafi orðið undanfarið, m.a. vegna tækninýjunga. Illugi segir að hann búist við umræðum á Alþingi með haustinu þar sem hlutverk stofunarinnar verður skilgreint.

Illugi segir að undanfarið hafi stjórn RÚV unnið gott starf á þeim vanda sem steðjaði að stofnuninni, þ. á m. var hluti húsnæðis RÚV leigður út, en það skapaði auknar tekjur.