Vinnslu á skýrsla um alþjóðlega fjármálastarfsemi á Íslandi sem sérstök nefnd á vegum Forsætisráðuneytisins hefur unnið að undir stjórn Sigurðar Einarssonar stjórnarformanns Kaupþings banka er nú lokið. Skýrslan er nú aðgengileg á heimasíðu forsætisráðuneytisins.

Í skýrslunni er fjallað um forsendur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi á Íslandi og samkeppnishæfni landsins á því sviði. Ennfremur eru þar reifuð þau tækifæri sem slík starfsemi skapar og fjallað um þann ávinning sem kann að hljótast af henni fyrir efnahag og atvinnulíf í landinu.

Skýrslan hefur verið kynnt í ríkisstjórn sem samþykkti, að tillögu forsætisráðherra, að fela fulltrúum þeirra þriggja ráðuneyta sem sæti áttu í nefndinni,  forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis og iðnaðar- og viskiptaráðuneytis, að vinna nánar úr tillögum nefndarinnar.

Að þessu tilefni efnir Forsætisráðuneytið  til ráðstefnu í Þjóðleikhúsinu í dag, föstudag, kl. 13 þar sem einstök atriði skýrslunnar verða kynnt.