*

föstudagur, 5. júní 2020
Innlent 9. apríl 2020 09:25

Skýrsla um Lindarhvol væntanleg

Vonir Ríkisendurskoðunar standa til þess að unnt verði að birta skýrslu um starfsemi Lindarhvols í apríl.

Ritstjórn
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi.
Haraldur Guðjónsson

Vonir Ríkisendurskoðunar standa til þess að unnt verði að birta skýrslu um starfsemi Lindarhvols áður en þessi mánuður er á enda. Útgáfa skýrslunnar hefur dregist nokkuð en áður hafði verið stefnt að birtingu hennar undir lok síðasta árs og síðan aftur í lok febrúar.

Vinnslan reyndist hins vegar umfangsmeiri á lokametrunum en ráð hafði verið gert fyrir. Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi tók við vinnslu skýrslunnar af áður settum ríkisendurskoðanda árið 2018.