Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra skipaði starfshóp til að fara yfir og skila skýrslu um rekstrarvanda Ríkisútvarpsins þann 8. maí sl. Upphaflega átti að skila skýrslunni þann 26. júní en formaður starfshópsins, Eyþór Arnalds segir að skýrslunni verði skilað strax eftir helgi. Þetta kemur fram í morgunblaðinu í dag.

Starfshópnum var ætlað að varpa ljósi á ástæður þess alvarlega rekstarvanda sem Ríkisútvarpið ohf. glímir nú við, og hefur glímt við frá stofnun félagins þann 1. apríl 2007. Eyþór Arnalds var skipaður formaður starfshópsins. Aðrir í hópnum eru þau Guðrún Ögmundsdóttir, starfsmaður í fjármálaráðuneytinu og Svanbjörn Thoroddsen ráðgjafi.

Ástæður fyrir töfinni á útgáfu skýrslunnar segir Eyþór vera að gagnaöflun hafi tekið langan tíma, og lykilgögn hafi ekki borist fyrr en í byrjun september en Eyþór segist telja að margt áhugavert muni koma fram í skýrslunni.