Upphaflega stóð til að skýrslan yrði gefin út árið 2018, en eins og Viðskiptablaðið sagði frá í lok ágústs síðastliðins átti svo að skila skýrslunni þá fyrir árslok 2019. Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Viðskiptablaðsins segir að viðbrögð við heimsfaraldrinum hafi valdið því að hlé hafi orðið á skýrslugerðinni.

Nokkurra mánaða vinna sé eftir þegar hægt verður að setja kraft í skýrslugerðina á ný, en eignasafninu var slitið í árslok 2017 .  Í byrjun þess árs var sagt frá því að ESÍ fékk þrjá milljarða króna upp í kröfur vegna gjaldþrots Askar Capital hf., en félagið tapaði 250 milljónum árin 2014 og 215 á keðju lyfjaverslana í Úkraínu.

Skýrslunni er ætlað að veita viðamikið yfirlit um starfsemi félagsins og dótturfélaga auk þess sem beinn kostnaður hins opinbera af bankahruninu muni liggja endanlega fyrir. Haukur C. Benediktsson var framkvæmdastjóri ESÍ, en hann var ráðinn framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum í nóvemberlok.

Hér má lesa frekari fréttir um Eignasafn Seðlabanka Íslands: