Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði í dag fram á Alþingi skýrslu um stöðu og þróun raforkumála á Íslandi. Í skýrslunni kemur m.a. fram að þegar horft er til næstu þriggja ára stefnir í að eftirspurn eftir raforku verði nokkuð umfram framboð.

Í skýrslunni er farið yfir það sem hefur áunnist frá því að síðasta raforkuskýrsla var lögð fram fyrir tveimur árum. Þar má nefna aukið orkuöryggi á Vestfjörðum og Norð-Austurlandi en aðgerðir á báðum þessum svæðum hafa byggt á markvissum tillögum starfshópa með þátttöku heimamanna.

Í skýrslunni kemur fram að á þessu ári verður flutningur og dreifing á raforku til húshitunar íbúðarhúsnæðis niðurgreidd að fullu hjá þeim sem eiga ekki kost á hitun húsnæðis með jarðvarma.

Í skýrslunni er farið yfir helstu forgangsverkefni stjórnvalda á sviði orkumála. Áhugasamir geta kynnt sér skýrsluna hér.