Áætlað er að rannsóknarnefnd um aðdraganda og orsök erfiðleika og falls sparisjóðanna skili forseta Alþingis skýrslu um rannsóknina fyrir páska. Þetta kemur fram í svari Einars K. Guðfinnssonar, forseta Alþingis, við fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar.

Nefndin var skipuð í lok ágúst árið 2011 og átti verkið að taka níu mánuði, en nú er liðið rúmlega eitt og hálft ár.

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sagði í samtali við Fréttablaðið í september síðastliðnum að ljóst væri að verkefnið hefði verið töluvert meira um sig en gert var ráð fyrir í upphafi. Hann sagði þá að farið væri að hilla undir lok verksins og hafi hann trú á að tímasetningin nú geti staðist.