Bandarísk þingnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að eftirlit breska bankans HSBC, sem er stærsti banki Evrópu, hafi verið óviðunandi og að hann hafi staðið berskjaldaður gagnvart peningaþvætti.

Í skýrslu nefndar á vegum í öldungadeildar Bandaríkjaþings segir að fyrir utan gífurlegar fjárhæðir frá mexíkóskum fíkniefnagengjum sem þvegnar voru í bankanum greinir þingnefndin einnig frá grunsamlegum greiðslum sem fóru í gegnum bankann frá löndum eins og Sýrlandi, Cayman eyjum, Íran og Saudi Arabíu.

Forsvarsmenn HSBC segja að þeir búist við því að þurfa að svara til saka vegna þeirra mistaka sem voru gerð.