Magnús Orri Schram, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og núverandi ráðgjafi í stefnumótun og stjórnun hjá Capacent, hefur boðið sig fram til formanns Samfylkingarinnar . Af því tilefni hefur hann hleypt af stokkunum nýrri vefsíðu magnusorri.is. Vefsíðan hefur verið auglýst á Facebook og það sá Ingbjörg Sólrún Gísladóttir.

Ingibjörg Sólrún, sem var formaður Samfylkingarinnar frá árinu 2005 til 2009, deildi í morgun auglýsingunni á Facebook og skrifaði stutta færslu: „Forystumaður Samfylkingarinnar í Landsdómsmálinu hefur stigið fram og telur sig vel til flokksforystu fallinn."

Þetta er köld kveðja frá Ingibjörgu Sólrúnu sem þótti Magnús Orri ganga of hart fram í Landsdómsmálinu. Ekki hefur gróið um heilt með þeim síðan þá.