Á miðvikudag birti Já 360° götumyndir á kortavef sínum sem er töluverð viðbót við vefinn. Um 4 milljónir mynda voru teknar á ferð Já 360° bílsins um landið. Bíllinn keyrði um allt landið og var í mest-allt sumar á ferðinni að sögn Telmu Eirar Aðalsteinsdóttur, verkefnastjóra hjá Já.

Hún segir slæmt veðurfar í sumar þó stundum hafa sett strik í reikninginn en það hafi ekki stöðvað verkefnið. Notendur kortavefsins geta nú séð götumyndir af flestum aðalvegum landsins ásamt götum á höfuðborgarsvæðinu og sveitarfélögum úti á landi.

Jákortavefurinn er ólíkur Google „Street view“ að því leyti að Já-vefurinn er notendavænni og skiptir þar máli þekking Já á staðháttum og reynsla af rekstri kortavefja á Íslandi, að sögn Telmu.