Stórfyrirtækið Exxon hefur aftur hampað titlinum sem verðmætasta fyrirtæki heims. Í gær var tilkynnt að Apple hefði farið fram úr Exxon sem verðmætasta fyrirtæki heims en röðin er aftur komin í fyrra horf.

Apple fór fram úr Exxon í fyrsta skipti í gær, þegar hlutabréfaverð hækkaði um 6,1% í 374,61 dollara. Apple og Exxon skiptust á að vera á toppnum í gær og nú trónir Exxon á toppnum.

Hlutabréfaverð Apple hefur hækkað um 16% það sem af er ári sem rekja má til aukinnar sölu á iPhone og iPad og auknum viðskiptum í Kína.

Við lokun markaða í gær stóð Apple í 374,01 dollara og var dagshækkunin 5,9%. Hlutabréf Exxon í Texas hækkuðu um 2,1% í 74,64 dollara.