Slakað verður á reglum um flug dróna í Bandaríkjunum sem gæti þýtt byltingu fyrir iðnaðinn.

Þurfa flugmmanspróf

Reglurnar eins og þær standa í dag þýða að þeir sem hyggjast nota dróna í atvinnuskyni þyrftu að vera með flugmannsréttindi, jafnvel þó þeir væru að fljúga litlum drónum. Að auki þurftu atvinnuflugmenn dróna að sækja um leyfi fyrir hvert flug til flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum.

Hingað til hafa einungis 5.300 umsóknir um drónaflug í atvinnuskyni verið samþykktar sem er aðeins brot af þeim drónum sem til eru í landinu. Gagnrýnendur hafa sagt kerfið of dýrt og þungt í vöfum.

Auðveldara og öruggara með drónum

Anthony Foxx, samgöngumálaráðherra í Bandaríkjunum segir: „Við erum hluti af nýjum tímum í flugsamgöngum, og möguleikarnir á ómönnuðum flugvélum munu gera auðveldara og öruggara að sinna sumum störfum, safna upplýsingum og hjálpa til á hamfarasvæðum“

Breytingarnar fela í sér að nú mun vera hægt að flúgja drónum í atvinnuskyni svo lengi sem sá sem stýri honum sé yfir 16 ára aldri, sjái drónann með berum augum og fari ekki með hann yfir 400 fet (122 metra), ásamt því að hann þarf að vera með ljósbúnaði sem geri hann sýnilegan í dagsbirtu.

Mikil ánægja er með breytingarnar í drónaiðnaðinum, þó áhyggjur vakni jafnframt yfir því hvernig reglunum verður framfylgt.