Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum létu undan síga við upphaf viðskiptadagsins vestanhafs í dag. Ástæðan eru slakar tölur um vöruskipti Kínverja auk þess sem óvissa um ástand mála á milli stjórnvalda í Úkraínu og Rússlandi setja fjárfesta á milli steins og sleggju.

Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,6%, S&P 500-vísitalan fór niður um 0,5% og Nasdaq-vísitalan um 0,6%.