Það var rólegt á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni í morgun. Mest viðskipti voru með bréf í Icelandair, en veltan nam 123 milljónum króna. Gengi bréfa í félaginu hækkaði um 0,33%. Þá hækkaði VÍS um 0,65% í 64 milljóna króna viðskiptum. OMX 16 vísitalan hækkað um 0,18 prósent.

Annað var uppi á teningnum í Kauphöllinni í gær þegar viðskipti með bréf í Icelandair námu um 1700 milljónum króna. Mest munaði þar um sölu á 1% hlut Íslandsbanka í félaginu.