Í yfirlýsingu peningastefnunefndar kemur fram að framundan gæti verið meiri slaki í ríkisfjármálum en áður hefur verið gert ráð fyrir. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði á blaðamannafundi nú fyrir stundu að í þessu felist mat á orðalagi fimmtu endurskoðunar efnahagsáætlunar AGS þess efnis að svigrúm sé til slakari ríkisfjármálastefnu, annars vegar, og fyrirheitum ríkisstjórnar um útgjöld sem nemur allt að 3% af VLF í tengslum við nýgerða kjarasamninga.