General Motors og Fords hafa að undanförnu misst mikla markaðshlutdeild, að því kemur í Vegvísi Landsbankans, og hélt hún áfram að dala í desember. ?Ennfremur hefur verið varað við að rólegri húsnæðismarkaður, hærri vextir og áframhaldandi óvissa um orkuverð muni draga nokkuð úr eftirspurn í Bandaríkjunum á árinu, sér í lagi eftir bandarískum bílum" segir greiningadeildin.

Bandarískir bílaframleiðendur er meðvitaðir um það en aftur á móti spáir Toyota sér vexti, og reiknar með að sala félagsins muni aukast um 5% í ár en söluvöxturinn í fyrra var 10%. Greinir Landsbankinn frá því að markaðshlutdeild Toyota í Norður-Ameríku hafi aukist um 1,5% á nýliðnu ári og sé nú 13,7% og stefni á að opna fleiri verksmiðjur til þess að ná 15% af markaðinum.

Eins og áður sagði hafa gömlu risarnir misst talsverða sneið af markaðinum að undanförnu, markaðsstaða General Motors minnkaði úr 27,8% í 25,9% og Ford fór úr 19% í 17,9%. En DaimlerChrysler jók sína lítillega og er í dag 14,9%

?Þegar gengisþróun síðastliðins árs er skoðuð sést annars vegar að Ford og GM fylgjast að og hins vegar að DaimlerChrysler og Toyota fylgjast að. Mest hækkaði gengi Toyota á árinu 2005 eða um 46,8% en mest lækkun var hjá GM um 51,3%" segir í Vegvísi Landsbankans.