Sala SÍF á fyrsta ársfjórðungs á nýju fjárhagsári var samtals 115,6 milljónir evra sem er 9,5% hækkun frá fyrra ári hjá þeim félögum sem nú mynda SÍF-samstæðuna. Afkomubati um 12 milljónir evra á fjórðungnum miðað við sama tímabil í fyrra þegar afkoma var neikvæð um 15,3 milljónir evra samanborið við 3,3 milljónir evra nú.

EBITDA SÍF var 2,3 milljónir evra á fjórðungnum samanborið við 6 milljónir evra á sama tíma í fyrra hjá þeim félögum sem nú mynda SÍF-samstæðuna. Hátt hráefnisverð á laxi hafði veruleg áhrif á framlegð félagsins en sala á laxi nemur þriðjungi af heildarveltu samstæðunnar á fjórðungnum.

Langtímaskuldir voru greiddar niður um meira en 30 milljónir evra á fjórðungnum og samanlagt yfir 60 milljónir evra síðastliðna níu mánuði
Jakob Sigurðsson, forstjóri SÍF hf.: ?Lokið var við sölu á Iceland Seafood International ehf. og Trosi ehf. á þessum ársfjórðungi sem markar tímamót í þróun SÍF í þá átt að verða leiðandi í framleiðslu og sölu á virðisaukandi hátíðarmatvörum í Evrópu. Framkvæmdastjórn félagsins leggur megináherslu á að nýta enn frekar leiðandi stöðu félagsins í Frakklandi, Bretlandi og á Spáni og þá sérfræðiþekkingu sem er til staðar á vöruframleiðslu og aðgangi að markaði. Á þessum fjórðungi er jákvætt að sjá áframhaldandi söluaukningu þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður.
Væntingar hafa verið um lækkun á hráefnisverði á laxi en þær hafa látið bíða eftir sér og verðið er ennþá hátt. Búist er við að þetta háa hráefnisverð muni áfram hafa áhrif á reksturinn á næsta ársfjórðungi.

Jólasalan er mikilvæg fyrir afkomu félagsins og framkvæmdastjórn þess leggur ríka áherslu á að hámarka sölu á yfirstandandi ársfjórðungi með því að markaðssetja nýjar vörur og viðhalda skilvirku kostnaðareftirliti. Áfram verður lögð áhersla á að efla starfsemi núverandi dótturfélaga og nýta ný fjárfestingartækifæri sem styrkt geta stöðu samstæðunnar á markaði. Með stöðugum og jákvæðum vexti félagsins er það trú okkar að þannig getum við best tryggt hag hluthafa okkar til lengri tíma.?