Þrátt fyrir að helstu hlutabréfavísitölur vestanhafs hafi hækkað á árinu, hefur árið 2016 verið hálfgert kreppuár ef litið er til nýskráninga. Samkvæmt samantekt Bloomberg hefur nýskráningum fækkað hressilega frá árinu 2014, auk þess sem nýskráningar hafa verið litlar.

Árið 2008 nam hlutafjársöfnun á bandarískum hlutabréfamörkuðum rúmlega 30 milljörðum dala, árið 2009 nam hún um 20 milljörðum dala, en í ár nam hún um 25 milljörðum dala.

Þetta er mikil breyting frá fyrri árum, en í fyrra nam hlutafjársöfnunin 40 milljörðum og árið 2014 nam hún 100 milljörðum dala. Árið 2014 var þó einnig sérstakt ár, því þá fór Alibaba Group á markað og söfnuðu 25 milljörðum dala í stærsta útboði í sögu Bandaríkjanna.