*

miðvikudagur, 22. september 2021
Innlent 31. ágúst 2015 16:30

Sláturfélagið kaupir Hollt og gott

Sláturfélag Suðurlands hefur keypt helmingshlut í Hollu og góðu ehf., en átti fyrir helming í félaginu.

Ritstjórn
Ragnar Axelsson

Sláturfélag Suðurlands hefur fest kaup á öllu hlutafé framleiðslufyrirtækisins Hollt og gott ehf. af meðeiganda sínum Auðhumlu svf. Fyrir kaupin átti SS 50% í Hollu og Góðu. Kemur þetta fram í tilkynningu til kauphallarinnar, en kaupverðið er trúnaðarmál.

Hollt og Gott sérhæfir sig í framleiðslu á fersku salati, brauðsalati, sósum og ýmsum vörum úr grænmeti og ávöxtum. Fyrirtækið var stofnað í júní 1995 af Ágæti og SS og er til húsa að Fosshálsi 1, Reykjavík. Í tilkynningunni segir að kaupin séu liður í áherslu SS að styrkja sig á framleiðslusviði matvæla. Hjá Hollt og Gott starfa 34 starfsmenn.