Ólafur Sæmundsson, húsasmíðameistari á Patreksfirði, leggur nú lokahönd á nýtt 40 herbergja, þriggja stjörnu hótel við Aðalstræti 100 á Patreksfirði sem verður opnað í lok mánaðarins, að því er segir í Fréttablaðinu.

Húsið sem um ræðir var byggt á árunum 1938-39 og þá sem frystihús. Árið 1961 var frystigeymsla byggð við húsið en 1981 var frystihúsinu sjálfu breytt í sláturhús. Húsið stóð sem fyrr segir autt til lengri tíma en nú hefur það fengið nýtt hlutverk. Ólafur starfar sem byggingarstjóri en rekstur hótelsins verður í höndum Fosshótela.

Í samtali við Fréttablaðið segir hann að ekkert hótel hafi verið á Patreksfirði fyrir, aðeins gistiheimili. „Hér eru mikil náttúrundur og mikil náttúra til að sýna en það hefur háð sunnanverðum Vestfjörðum að það hefur ekki verið neitt hótel sem hefur getað tekið á móti stórum hópum. Hér fá allir prívatherbergi með baði og svo verður boðið upp á fínan dinner.“