*

mánudagur, 19. ágúst 2019
Innlent 15. maí 2019 19:03

Sjóböðin slegið í gegn hjá Íslendingum

Framkvæmdastjóri Sjóbaðanna við Húsavík segir það skemmtilega óvænt hve margir Íslendingar hafi komið.

Ritstjórn

Sjóböð ehf., sem reka GeoSea sjóböðin á Húsavíkurhöfða, töpuðu tæplega 17 milljónum króna á síðasta ári að því er kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2018. Rekstur Sjóbaðanna hófst í september á síðasta ári og núverandi ár verður því fyrsta fulla rekstrarár Sjóbaðanna.

Sala Sjóbaðanna nam 54 milljónum króna á síðasta ári og rekstrargjöld námu 67 milljónum. Eignir Sjóbaðanna námu 815,5 milljónum króna í lok síðasta árs og skuldir námu 639,7 milljónum. fiá var eigið fé Sjóbaðanna 175,8 milljónir í lok síðasta árs.

Herjuðu á innlenda markaðinn í byrjun

Sigurjón Steinsson, framkvæmdastjóri GeoSea, segir að upphaflega hafi staðið til að opna í byrjun síðasta sumars, en opnunin hafi tafist fram í september.

„Ferðamannatímabilið stendur sem hæst frá apríl til september hér fyrir norðan og því fór reksturinn nokkuð hægt af stað á síðasta ári. Við ákváðum í upphafi að herja á innlenda markaðinn og fórum í samstarf við Fosshótel hér á svæðinu. Verkefnið heitir „Huggó á Húsavík“ og felur flað í sér að flað var boðið upp á gistingu og mat á hótelinu ásamt ferð í Sjóböðin, á góðu verði. þetta framtak sló í gegn og laðaði mikinn fjölda fólks að svæðinu.“

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Afkoma bílaleiga í apríl var á pari við það sem áætlanir gerðu ráð fyrir
  • Frumvarp til nýrra laga um endurskoðendur hefur verið stopp á þingi þar sem FME vill ekki sjá um eftirlit með stéttinni
  • Aukin völd ráðherra yfir Seðlabankanum í nýju frumvarpi sæta gagnrýni
  • Forstjórar olíufélaganna hafa misjafnar skoðanir á fyrirhugaðri fækkun bensínstöðva
  • Margir önduðu léttar þegar þjóðhagsspá Hagstofunnar kom út en aðrir eru undrandi yfir því sem þar stendur
  • Framkvæmdastjóri Fossa í London ræðir Brexit og möguleika Íslendinga til fjárfestinga
  • Fjallað er um komandi laxveiðitímabil sem senn fer í hönd
  • Hrafnarnir og Týr eru á sínum stað sem og Óðinn en að þessu sinni fjallar hann um hælisleitendur
Stikkorð: GeoSea