Töluvert hefur verið um hreyfingu meðal fjármálstjóra í breskum verslunarfyrirtækjum að undanförnu. Þar bar nýjast til tíðinda að Marks & Spencer hefur tekist að fá til liðs við sig Ian Dyson fjármálastjóra Rank Group. Til þess hafa þeir boðið honum "gullið halló" í hlutabréfaívilnun í M&S sem metið er á 840.000 pund.

Dyson er 42 ára að aldri og hefur verið fjármálastjóri Rank í fimm ár og með samningnum nú fær hann 420.000 pund í árslaun. Talsmaður fyritækisins sagði að hlutabréfaívilnunin, sem jafngildir tvöföldum árslaunum, sé háð því að ákveðnum markmiðum sé náð.

Verslunarfyrirtækið J Sainsbury, sem á í miklum vandræðum eftir fjórar afkomuviðvaranir á síðasta ári, hefur tilkynnt að hinn 38 ára gamli Darren Shaplend hafi verið ráðinn til að taka yfir fjármálastjórn fyrirtækisins. Hann mun fá um 400.000 punda á ári í laun auk þess sem hann fær greidd 400.000 pund í bætur fyrir að gefa frá sér hlutabréfaívilnanir hjá Carpetright. Shapland vann í 12 ár hjá Arcadia og Burton Group og er vinur Stuart Rose, forstjóra M&S. Vitað var að sóst hafði verið eftir honum í störf þar.

Byggt á netútgáfu The Daly Telegraph