Þorrabjór Borgar brugghúss í ár verður svokallaður Imperial Stout bjór sem bera mun nafnið Surtur.

„Þetta er mjög sterkur bjór, um 12%, sem mun halda áfram að þroskast í mörg ár eftir að hann hefur verið settur á flösku,“ segir Sturlaugur Jón Björnsson, bruggmeistari Borgar.

„Við munum gefa Surt út á hverju ári á Bóndadaginn og verða flöskurnar merktar árinu sem hann er gefinn út. Fólk getur því safnað árgöngum og borið saman.“

Sturlaugur varar hins vegar við því að upplagið af Surti verður ekki mjög stórt, eða um fimm þúsund flöskur, og er því mikilvægt fyrir áhugasama að hafa hraðar hendur á Bóndadag vilji þeir bragða á honum.