*

miðvikudagur, 24. júlí 2019
Innlent 11. júlí 2017 13:34

Sleppa kjöti til að spara

Indverska ríkisflugfélagið hefur ákveðið að sleppa kjöti í innanlandsflugi fyrir almenna farþega í sparnaðarskyni.

Ritstjórn
Indverska ríkisflugfélagið hyggst hætta að bjóða upp á kjöt fyrir almenna farþega í innanlandsflugi
None

Til að spara, draga úr sóun og bæta þjónustu eins og það er orðað í tilkynningu frá Air India, ríkisflugfélagi Indlands, hefur félagið ákveðið að hætta að bera fram kjöt fyrir almenna farþega í innanlandsflugi félagsins. Flugfélagið hefur átt í fjárhagsvandræðum eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um, og nú stefnir indverska ríkið að því að selja félagið eða hlut í því.

Vill félagið meina að mikill hluti af kjötinu sem félagið býður upp á í flugferðum sínum fari til spillis, en Indland er það land í heiminum þar sem hæsta hlutfall íbúanna eru grænmetisætur að því er CNN greinir frá. Um 391 milljón manns, eða um 30% íbúanna líta á sjálfa sig sem grænmetisætur en hindúar telja kýr vera heilagar skeppnur og margir sleppa kjöti alfarið.

Samt sem áður hefur grænmetisætum farið fækkandi í landinu á undanförnum árum, eða um 8% á síðustu fimm árum. Innanlandsflug félagsins nemur um 211 þúsund flugum á ári, sem gerir þeim kleyft að flytja um 17 milljón farþega ef öll sæti væru bókuð.

Stikkorð: Indland Air India kjöt grænmetisætur