Sælgætisrisinn Hershey mun hækka verð á vörum sínum í Bandaríkjunum um 10%. Um leið og það var tilkynnt varaði Hershey við því að verðhækkanir á hráefnum í sælgæti, svo sem kakói, sykri hnetum, myndu koma niður á hagnaði félagsins.

Í yfirlýsingu Hershey segir að hagnaður fyrirtækisins verði í neðri enda afkomuspár þessa árs. Bréf félagsins lækkuðu um 4% í kjölfar yfirlýsingarinnar.

Matarverð hefur hækkað um 6% í Bandaríkjunum það sem af er ári.

Hershey segja hækkun hráefnisverðs nema á bilinu 20-45%.