Verð á mat hefur verið hækkað á Slippbarnum. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hækkaði verðið í síðustu viku.

Flatbaka sem kostaði í kringum 2700 krónur kostar nú 3190 krónur. Panini með kjúklingasalati kostaði 1590 krónur en kostar nú 2190 krónur. Djupsteiktur smokkfiskur sem kostaði 1900 krónur kostar nú 2490 krónur. Allir desertar kostuðu 1290 krónur og kosta nú 1890 krónur.

Slippbarinn er staðsettur á Icelandair hótel Reykjavík Marina niðri við gamla slippinn og hefur notið mikilla vinsælda síðan hann opnaði í 19. apríl 2012. Á heimasíðu hótelsins segir meðal annars um Slippbarinn: „Við elskum léttan mat sem bráðnar í munni og lætur okkur líða vel. Við elskum syndsamlega góða eftirrétti. Við elskum að eiga góða stund með þér.“

Það er spurning hvort kúnnarnir haldi áfram að elska Slippbarinn á móti haldi verðið áfram að hækka.