Samherji og Slippurinn Akureyri hafa komist að samkomulagi um að síðarnefndi aðilinn klári uppsetningu á vinnsludekkinu í Kaldbaki EA og Björgúlfi EA. Áætlað er að Kaldbakur verði til síðla sumars og að Björgúlfur á næsta ári.

Fyrir er búnaður frá Slippnum á millidekki þriðja skips Samherja af systurskipunum þremur, Björgu EA, sem reynst hefur vel.

„Vinnsludekkið í Björgu EA hefur komið vel út á þessu fyrsta ári og hefur aflameðferðin verið fyrsta flokks og ekki að ástæðulausu að fiskurinn úr Björgu er sá besti sem hefur verið í unninn í fiskvinnslu Útgerðarfélags Akureyrar,“ segir Hjörvar Kristjánsson, verkefnisstjóri nýsmíða hjá Samherja um tilurð samstarfsins í samtali við Fiskifréttir .