*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 3. nóvember 2013 14:25

Slíta Latabæjarfélagi

Hluthafar hafa ákveðið að slíta dótturfélagi Latabæjar.

Ritstjórn
Magnús Scheving stofnandi Latabæjar.
Haraldur Guðjónsson

Búið er að kjósa skilanefnd yfir félaginu LazyTown Production 2012 ehf., dótturfélagi Latabæjar. Ákveðið var af hálfu hluthafa félagsins á hluthafafundi 17. október að slíta félaginu og voru þeir Jónas Rafn Tómasson og Sigurður Stefánsson valdir í skilanefnd. Skilanefnd hefur boðað til fundar með lánardrottnum og hluthöfum félagsins á skrifstofu KPMG 27. desember næstkomandi.

Hlutafélagalög leyfa að hluthafar ákveði sjálfir að slíta félagi og þá er skipuð skilanefnd af hálfu hluthafa. Á Íslandi hefur þó verið algengara undanfarin ár að félögum sé slitið í kjölfar gjaldþrotaúrskurðar. Jónas Rafn Tómason segir í samtali við Viðskiptablaðið að ferlið taki yfirleitt um þrjá til sex mánuði.

„Skilanefndin tekur yfir starfsemi stjórnar og annast um að slíta félaginu í umboði hluthafa,“ segir Jónas.

Stikkorð: Latibær