Samrunaviðræðum MP banka og Virðingar, sem hófust fyrir þremur vikum síðan, verður slitið á næstunni. Þetta kemur fram í Viðskiptamogganum. Segir þar að samkvæmt heimildum blaðsins hafi snemma orðið ljóst eftir að formlegar viðræður hófust að hluthafar MP banka og Virðingar höfðu uppi mjög ólíkar skoðanir um verðmat félaganna.

Kemur fram að hluthafar Virðingar hefðu talið að þeir myndu fara með umtalsvert meiri eignarhlut í sameinuðu félagi en MP banki vildi fallast á. Hafi því ekki náðst samkomulag um skiptihlutföll í samrunaferlinu og forsendur til þess að halda viðræðunum áfram séu því ekki lengur til staðar.