Visa og Mastercard hafa ákveðið að loka á tengsli sín við auglýsingastarfsemi fyrirtækisins MindGeek sem rekur vefsíðuna Pornhub. Ákvörðunin kemur í kjölfar málsóknar á hendur Pornhub vegna birtingar á klámfengnu efni af börnum en greiðslufyrirtækin gætu átt yfir höfði sér málsókn fyrir að greiða leið fyrirtækisins við birtingu efnisins. Reuters greinir frá.

Í síðustu viku hafnaði alríkisdómari í Kaliforníu tillögu Visa um að vísa frá málsókn á hendur fyrirtækisins þess efnis að greiða leið Pornhub, og annarra efnisveita á vegum MindGeek, fyrir dreifingu á klámfengu efni af einstaklingum undir lögaldri.

Árið 2020 lokuðu Visa og Mastercard á greiðsluleiðir á Pornhub eftir að New York Times greindi frá því að efnisveitan hefði birt klámfengið efni af einstaklingum undir lögaldri og í leyfisleysi.

Sjá einnig: Tveir æðstu stjórnendur Pornhub hætta