Slitastjórn Glitnis bíður enn svara frá Seðlabankanum vegna undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að ljúka nauðasamningum bankans. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, rifjaði upp í samtali við RÚV í dag að undanþágubeiðnin hafi verið lögð inn hjá Seðlabankanum í desember í fyrra.

Slitastjórnin hélt fund með um 100 erlendum kröfuhöfum Glitnis í morgun. Á fundinum kom m.a. fram að handbært fé Glitnis nemi um 470 milljörðum króna sem bíði úthlutunar til kröfuhafa.