Slitastjórn Glitnis fundar með kröfuhöfum í New York í dag. Á vef Glitnis segir að tilgangur fundarins sé að greina frá stöðu nauðasamningsfrumvarpsins, samskipti við stjórnvöld og söluferli Íslandsbanka og næstu skref.  Fólki sem gat ekki mætt á fundinn gafst kostur á að taka þátt í honum með fjarfundabúnaði.

Allt frá því að kröfuhafar tóku 95% hlut í Íslandsbanka yfir hefur legið fyrir að sá hlutur yrði seldur í fyllingu tímans. Greint hefur verið frá því að Lífeyrissjóðirnir hafa sýnt áhuga á því að fjárfesta bæði í Íslandsbanka og Arion banka. .