Slitastjórn Glitnis hefur hafnað skaðabótakröfu endurskoðunarfyrirtækisins PricewaterhouseCoopers (PwC). PwC krafðist um 82 milljóna króna úr búi Glitnis vegna kostnaðar sem féll til vegna stefnu Glitnis á hendur PwC fyrir dómstólum í New York. Slitastjórnin tilkynnti félaginu um afstöðu sína í fyrradag.

Í kröfulýsingu PwC sem Viðskiptablaðið hefur undir undir höndum segir meðal annars að tjón félagsins felist í gífurlegum skaða á orðspori félagsins. Tjónið felist meðal annars í missi tekna/hagnaðar vegna hinnar gríðarlegu neikvæðu athygli og umfjöllun sem málið hefur fengið í fjölmiðlum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum Tölublöð hér að ofan.