*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Innlent 30. desember 2014 13:18

Slitastjórn Glitnis hefur kært bankaskattinn

Í lok síðasta árs var undanþága fyrirtækja í slitameðferð frá bankaskattinum afnumin.

Ritstjórn
Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður skilanefndar Glitnis
Birgir Ísl. Gunnarsson

Slitastjórn Glitnis hefur kært álagningu bankaskattsins til ríkisskattstjóra. Þetta staðfestir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, að því er fram kemur á vef mbl.is

Skatturinn var lagður á í nóvember og sendi slitastjórnin frá sér kæru í lok þess mánaðar. Líklegt er að ríkisskattstjóri kveði upp úrskurð sinn í janúar eða febrúar.

Í lok síðasta árs var undanþága fyrirtækja í slitameðferð frá bankaskattinum afnumin. Megin ástæða þess var að standa undir kostnaði við skuldaniðurfellingu ríkisstjórnarinnar á verðtryggðum íbúðalánum.

Slitastjórn Glitnis hefur lengi haldið því fram að sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki í slitameðferð sé ólöglegur.