Slitastjórn Glitnis ætlar að höfða á annan tug skaðabóta- og riftunarmála á næstunni. Umrædd mál verða öll höfðuð fyrir íslenskum dómstólum og beinast ekki gegn fyrrum viðskiptavinum bankans.

Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnarinnar, segir málin verða þingfest á næstunni.

„Við höfum þegar lokið einhverjum málum með sátt. Þegar við gerum það þá upplýsum við heldur ekki við hverja sú sátt er gerð. Þeim málum er þá einfaldlega lokið. Síðan eru fleiri mál á leiðinni hjá okkur. Réttarhléi er nýlokið þannig að það hafa ekki verið neinar þingfestingar að undanförnu.“

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .