Slitastjórn Glitnis telur að sérstakur skattur á fjármálafyritæki í slitameðferð sé ólöglegur og ætlar annað hvort að kæra skattinn til ríkisskattstjóra eða höfða mál gegn ríkinu. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV .

Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, segir í samtali við RÚV að alveg ljóst sé að látið verði reyna á lögmæti skattsins. Slitastjórnin á að greiða tólf milljarða í bankaskatt. Það verður gert með fyrirvara. "Og þegar hann hefur komið til greiðslu þá geri ég ráð fyrir að það verði þegar látið reyna á lögmæti hans, eða að minnsta kosti mjög fljótlega," sagði Steinunn við RÚV.