Slitastjórn Glitnis bað Seðlabanka Íslands í gær um undanþágu frá fjármagnshöftum til að geta fylgt eftir samkomulagi ákveðinna kröfuhafa fallna bankans við stjórnvöld vegna áætlaðs afnáms haftanna. Þetta kemur fram á vefsíðu Glitnis .

Samkomulagið var tilkynnt af Fjármála- og efnahagsráðuneytinu þann 8. júní síðastliðinn. Þar kom m.a. fram að niðurstöður samkomulagsins væru meðal annars þær að endurfjármögnun bankanna færi fram eigi síðar en 14. ágúst næstkomandi, og að skilanefndir Glitnis og Kaupþings að undangengnu samkomulagi við kröfuhafa ættu þess kost að eignast meginhluta hlutafjár í Íslandsbanka og Nýja Kaupþingi.

Glitnir nú til að fá undanþágu frá höftunum til að reyna að hlutirnir gangi sem greiðast. Verða kröfuhafar látnir vita þegar niðurstaða frá Seðlabankanum berst.

Á sama tilkynnti Glitnir um samkomulag við Íslandsbanka, sem er stærsta eign Glitnis. Samkomulagið gengur út á það að auðvelda sölu bankans.